Jæja þá er síðasta helgin í okt að ganga í garð. Segi það enn og aftur, mikið líður tíminn hratt.
Var að passa strákana alla vikuna. Fór með þá þrisvar á innileiksvæði (samt mismunandi staði) og einu sinni í sund. Var agalega mikið stuð. Fórum líka einu sinni út á róló í grenjandi rigningu. Strákunum fannst það mun skemmtilegra en mér. Þeir sulluðu út í eitt ..
Milli þess sem ég var með þá, skottaðist ég í ræktina, lærði og heklaði. Svo þetta var busy vika. Nú á ég bara eftir tvær ritgerðir og eitt próf. Er reyndar ekki enn komið á hreint hvort ég geti tekið prófið hérna. Það veit enginn neitt í sinn haus. Sendiráðið segir að ég verði að tala við HÍ og HÍ segir að ég verði að tala við sendiráðið. Hringdi í náms- og starfsráðgjöf í dag og vonaðist eftir hjálp frá þeim. Þau sögðu mér að senda prófstjóranum póst sem ég gerði. Hann sendi mér póst til baka og sagði mér að tala við sendiráðið. Ég fór næstum að gráta. Veit ekki alveg við hvern ég á að tala næst.
Ræktin gengur vel. Var að skoða íslensku boot camp síðuna í gær og rakst á svokallað inntökupróf sem heitir BC Elite og er fyrir þá allra hörðustu. Markmiðið hjá mér er að geta einhvern tíman tekið þetta próf.
Prófaði hlaupið, armbeygjurnar og sit ups í ræktinni áðan. Hljóp 2,33 km á 12 mín svo það munaði mjög litlu þar, næ því næst. Var ekki alveg eins góð í hinu, 20 armbeygjur (á tánum samt) á 2 mín og ekki nema 38 sit ups á 2 mín. Þarf greinilega aðeins að æfa magavöðvana betur. Veit að ég næ ekki einni upphífingu ennnnn ... ég næ þessu einhvern tíman.
Fór í mælingu á mánudaginn og kom út í sjokkinu síendalausa. Er dáldið feit. Þjálfarinn sagði að miða við mína hæð ætti ég að vera 52 kíló og svona 19-20 í fituprósentu. Munar oggu í það :/ fór svo í crazy einkaþjálfaratíma eftir mælinguna sem var svo erfið að kallinn þurfti að halda við mig þegar ég labbaði niður stigann. Þurfti meðal annars að taka hann í hálfgerða flugvél, haha. Jebb loftaði svona 80-90 kílóa manni. Hann sleppti reyndar ekki fótunum lausum hjá sér en lagðist ofan á lappirnar mínar og ég þurfti að ýta honum upp aftur, og hann var virklega að reyna að gera sig þungan. Kom næstum brúnt í brók við það. Átti svo að enda æfinguna á að gera 40 framstigshopp með lóðum, en ég bara datt niður þegar ég tók fyrsta hoppið. Ennn kláraði það samt á endanum. Gat varla gengið daginn eftir. Þetta er svo lítil og krúttleg stöð og þjálfararnir alltaf að spjalla við mann þegar ég er ein að rolast í salnum. Eru flestir farnir að þekkja mig með nafni þarna, eða er ýmist kölluð Sírún eða Alda. Ég man ekki nein nöfn svo ég segi alltaf "hey" þegar ég þarf að tala við einhvern.
Hef mikið verið að pæla hvað ég eigi að gera næsta sumar/haust þegar ég kem heim. Nenni ekki alveg strax í masterinn, alveg komin með nóg af skóla. Þarf að finna mér vinnu, en veit ekki við hvað ég vil vinna. Langar líka ofsalega mikið í Keili í einkaþjálfun. Er hægt að taka það með vinnu, kennt í lotum um helgar. En er dáldið dýrt spaug og það er enginn markaður fyrir einkaþjálfa á Íslandi. Væri bara svo gaman að geta haft það með, smá aukavinna. Og ég lifi og hrærist í þessu, finnst fátt skemmtilegra en að hreyfa mig.
Langar líka í Húsó, en er orðin dáldið gömul í það og það er líka ógeðslega dýrt. Æjæjæj svo mikill valkvíði.
Well ætli ég fari ekki að grípi ekki í prjónadótið mitt yfir sjónvarpinu. Sigrún gamla! Þarf svo að læra á morgun svo ætli það sé ekki best að fara snemma að sofa. Ætla svo að fara út að borða og í bíó með Margréti annað kvöld.
Hef þetta ekki lengra
-Sigrún
(p.s. er komin í nammibindindi fram að jólum, gangi mér vel)
Var að passa strákana alla vikuna. Fór með þá þrisvar á innileiksvæði (samt mismunandi staði) og einu sinni í sund. Var agalega mikið stuð. Fórum líka einu sinni út á róló í grenjandi rigningu. Strákunum fannst það mun skemmtilegra en mér. Þeir sulluðu út í eitt ..
Milli þess sem ég var með þá, skottaðist ég í ræktina, lærði og heklaði. Svo þetta var busy vika. Nú á ég bara eftir tvær ritgerðir og eitt próf. Er reyndar ekki enn komið á hreint hvort ég geti tekið prófið hérna. Það veit enginn neitt í sinn haus. Sendiráðið segir að ég verði að tala við HÍ og HÍ segir að ég verði að tala við sendiráðið. Hringdi í náms- og starfsráðgjöf í dag og vonaðist eftir hjálp frá þeim. Þau sögðu mér að senda prófstjóranum póst sem ég gerði. Hann sendi mér póst til baka og sagði mér að tala við sendiráðið. Ég fór næstum að gráta. Veit ekki alveg við hvern ég á að tala næst.
Ræktin gengur vel. Var að skoða íslensku boot camp síðuna í gær og rakst á svokallað inntökupróf sem heitir BC Elite og er fyrir þá allra hörðustu. Markmiðið hjá mér er að geta einhvern tíman tekið þetta próf.
Grein | Tími | Viðmið karla | Viðmið kvenna |
Hlaup | 12:00 | 2,75 km | 2,5 km |
Armbeygjur | 2:00 | 80 stk | 40 stk |
Sit-ups | 2:00 | 80 stk | 80 stk |
Froskahopp | 2:00 | 40 stk | 40 stk |
Upphífingar | --:-- | 8 stk | 5 (má sveifla) |
Fór í mælingu á mánudaginn og kom út í sjokkinu síendalausa. Er dáldið feit. Þjálfarinn sagði að miða við mína hæð ætti ég að vera 52 kíló og svona 19-20 í fituprósentu. Munar oggu í það :/ fór svo í crazy einkaþjálfaratíma eftir mælinguna sem var svo erfið að kallinn þurfti að halda við mig þegar ég labbaði niður stigann. Þurfti meðal annars að taka hann í hálfgerða flugvél, haha. Jebb loftaði svona 80-90 kílóa manni. Hann sleppti reyndar ekki fótunum lausum hjá sér en lagðist ofan á lappirnar mínar og ég þurfti að ýta honum upp aftur, og hann var virklega að reyna að gera sig þungan. Kom næstum brúnt í brók við það. Átti svo að enda æfinguna á að gera 40 framstigshopp með lóðum, en ég bara datt niður þegar ég tók fyrsta hoppið. Ennn kláraði það samt á endanum. Gat varla gengið daginn eftir. Þetta er svo lítil og krúttleg stöð og þjálfararnir alltaf að spjalla við mann þegar ég er ein að rolast í salnum. Eru flestir farnir að þekkja mig með nafni þarna, eða er ýmist kölluð Sírún eða Alda. Ég man ekki nein nöfn svo ég segi alltaf "hey" þegar ég þarf að tala við einhvern.
Hef mikið verið að pæla hvað ég eigi að gera næsta sumar/haust þegar ég kem heim. Nenni ekki alveg strax í masterinn, alveg komin með nóg af skóla. Þarf að finna mér vinnu, en veit ekki við hvað ég vil vinna. Langar líka ofsalega mikið í Keili í einkaþjálfun. Er hægt að taka það með vinnu, kennt í lotum um helgar. En er dáldið dýrt spaug og það er enginn markaður fyrir einkaþjálfa á Íslandi. Væri bara svo gaman að geta haft það með, smá aukavinna. Og ég lifi og hrærist í þessu, finnst fátt skemmtilegra en að hreyfa mig.
Langar líka í Húsó, en er orðin dáldið gömul í það og það er líka ógeðslega dýrt. Æjæjæj svo mikill valkvíði.
Well ætli ég fari ekki að grípi ekki í prjónadótið mitt yfir sjónvarpinu. Sigrún gamla! Þarf svo að læra á morgun svo ætli það sé ekki best að fara snemma að sofa. Ætla svo að fara út að borða og í bíó með Margréti annað kvöld.
Hef þetta ekki lengra
-Sigrún
(p.s. er komin í nammibindindi fram að jólum, gangi mér vel)