Friday, October 28, 2011

síðasta helgin í okt

Jæja þá er síðasta helgin í okt að ganga í garð. Segi það enn og aftur, mikið líður tíminn hratt.

Var að passa strákana alla vikuna. Fór með þá þrisvar á innileiksvæði (samt mismunandi staði) og einu sinni í sund. Var agalega mikið stuð. Fórum líka einu sinni út á róló í grenjandi rigningu. Strákunum fannst það mun skemmtilegra en mér. Þeir sulluðu út í eitt ..






Milli þess sem ég var með þá, skottaðist ég í ræktina, lærði og heklaði. Svo þetta var busy vika. Nú á ég bara eftir tvær ritgerðir og eitt próf. Er reyndar ekki enn komið á hreint hvort ég geti tekið prófið hérna. Það veit enginn neitt í sinn haus. Sendiráðið segir að ég verði að tala við HÍ og HÍ segir að ég verði að tala við sendiráðið. Hringdi í náms- og starfsráðgjöf í dag og vonaðist eftir hjálp frá þeim. Þau sögðu mér að senda prófstjóranum póst sem ég gerði. Hann sendi mér póst til baka og sagði mér að tala við sendiráðið. Ég fór næstum að gráta. Veit ekki alveg við hvern ég á að tala næst.

Ræktin gengur vel. Var að skoða íslensku boot camp síðuna í gær og rakst á svokallað inntökupróf sem heitir BC Elite og er fyrir þá allra hörðustu. Markmiðið hjá mér er að geta einhvern tíman tekið þetta próf.

Grein
Tími
Viðmið karla
Viðmið kvenna
Hlaup
12:00
2,75 km
2,5 km
Armbeygjur
2:00
80 stk
40 stk
Sit-ups
2:00
80 stk
80 stk
Froskahopp
2:00
40 stk
40 stk
Upphífingar
--:--
8 stk
5 (má sveifla)
 Prófaði hlaupið, armbeygjurnar og sit ups í ræktinni áðan. Hljóp 2,33 km á 12 mín svo það munaði mjög litlu þar, næ því næst. Var ekki alveg eins góð í hinu, 20 armbeygjur (á tánum samt) á 2 mín og ekki nema 38 sit ups á 2 mín. Þarf greinilega aðeins að æfa magavöðvana betur. Veit að ég næ ekki einni upphífingu ennnnn ... ég næ þessu einhvern tíman.
Fór í mælingu á mánudaginn og kom út í sjokkinu síendalausa. Er dáldið feit. Þjálfarinn sagði að miða við mína hæð ætti ég að vera 52 kíló og svona 19-20 í fituprósentu. Munar oggu í það :/ fór svo í crazy einkaþjálfaratíma eftir mælinguna sem var svo erfið að kallinn þurfti að halda við mig þegar ég labbaði niður stigann. Þurfti meðal annars að taka hann í hálfgerða flugvél, haha. Jebb loftaði svona 80-90 kílóa manni. Hann sleppti reyndar ekki fótunum lausum hjá sér en lagðist ofan á lappirnar mínar og ég þurfti að ýta honum upp aftur, og hann var virklega að reyna að gera sig þungan. Kom næstum brúnt í brók við það. Átti svo að enda æfinguna á að gera 40 framstigshopp með lóðum, en ég bara datt niður þegar ég tók fyrsta hoppið. Ennn kláraði það samt á endanum. Gat varla gengið daginn eftir. Þetta er svo lítil og krúttleg stöð og þjálfararnir alltaf að spjalla við mann þegar ég er ein að rolast í salnum. Eru flestir farnir að þekkja mig með nafni þarna, eða er ýmist kölluð Sírún eða Alda. Ég man ekki nein nöfn svo ég segi alltaf "hey" þegar ég þarf að tala við einhvern.

Hef mikið verið að pæla hvað ég eigi að gera næsta sumar/haust þegar ég kem heim. Nenni ekki alveg strax í masterinn, alveg komin með nóg af skóla. Þarf að finna mér vinnu, en veit ekki við hvað ég vil vinna. Langar líka ofsalega mikið í Keili í einkaþjálfun. Er hægt að taka það með vinnu, kennt í lotum um helgar. En er dáldið dýrt spaug og það er enginn markaður fyrir einkaþjálfa á Íslandi. Væri bara svo gaman að geta haft það með, smá aukavinna. Og ég lifi og hrærist í þessu, finnst fátt skemmtilegra en að hreyfa mig.
Langar líka í Húsó, en er orðin dáldið gömul í það og það er líka ógeðslega dýrt. Æjæjæj svo mikill valkvíði.

Well ætli ég fari ekki að grípi ekki í prjónadótið mitt yfir sjónvarpinu. Sigrún gamla! Þarf svo að læra á morgun svo ætli það sé ekki best að fara snemma að sofa. Ætla svo að fara út að borða og í bíó með Margréti annað kvöld.

Hef þetta ekki lengra
-Sigrún

(p.s. er komin í nammibindindi fram að jólum, gangi mér vel)

Saturday, October 22, 2011

22. okt

Sælir nú!

Styttist í annan endann á október sem þýðir að bráðum hef ég verið hérna í 5 mánuði. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, finnst svo stutt síðan Linda skutlaði mér út á flugvöll og ég var með kúkinn í brókinni af stressi að koma hingað. Nú er bara rétt mánuður þangað til ég kem heim í jólafrí. Það er sem sagt staðfest, skjalfest, þinglýst og gegnumlýst að ég kem heim um miðnætti 22. des.Væri gaman að geta hitt ykkur systkini sem eru í RVK á þorláksmessu ef fólk er almennt ekki að vinna? Er komin með far hjá Elsu Rós norður en hún er að vinna til 16:30 svo ég ætti að geta hitt fólk eitthvað áður en ég bruna heim. Er orðin alveg ótrúlega spennt að koma.
Matta og Auðun tilkynntu mér svo um daginn að ég fer til Íslands með þeim í mars/apríl (3-4 vikur). Strákarnir fara alltaf í mánaðarpáskafrí frá skólanum og Matta ætlar bara að leigja íbúð í Rvk og vera þar í þennan mánuð. Ég verð sem sagt að passa á Íslandi en fæ samt frí til að fara norður um páskahelgina og svona. Eins og Auðun sagði, þú getur alveg farið og djammað og svona um helgar og á kvöldin, svo ég verð ekkert stanslaust að passa. Mjög fínt að kom þarna, get þá tekið slatta af dóti með mér Íslands. Annars er hægt að kaupa auka töskur hjá iceland express sem kostar einhverjar 3000 kr svo líklega þarf ég ekki að leigja mér gám þegar ég kem heim :)

Síðustu helgi var Dagný vinkona hjá mér. Var frá fimmtudegi til mánudags og við náðum að gera mjög mikið á þessum fjórum dögum. Fóru alveg tveir dagar í að versla :). Ég fékk eina viku borgað fyrirfram og tók smá verslunarflipp með henni. Keypti aðalega íþróttaföt þar sem ég á nánast heima í ræktinni þessa dagana. En við fórum líka á leagally blond söngleik, í bíó, kanó ferð um námur og breska Árbæjarsafnið sem heitir Black living museum. Var mjög skemmtilegt. Fórum m.a. í kennslustund frá árinu 1920 þar sem kennarinn var með prik og aðeins bankaði í fólk ef það var ekki að haga sér vel. Lærðum að skrifa eftir krókum eins og var gert á þessum tíma, skrifuðum á krítarblokk og þuldum upp margföldunartöfluna fyrir bekkinn.Fórum líka í bíó frá þessum tíma þar sem var ekkert talað í myndinni heildur bara feitir kallar í eltingaleik og láta eins og hálfitar. Það voru líka gamlir bílar og rútur sem rúntuðu um svæðið og maður gat fengið að sitja í. Þetta var rosalega skemmtilegt safn.
Þessa helgi tók ég kúr sem heitir "hvað geturu borðað mikla óhollustu yfir eina helgi". Gekk alveg rosalega vel og held ég að fáir geti gert betur en ég. Missti alveg 2 cm af maganum við þennan kúr. Mæli með að þið prófið.

Við Dagný í kanó ferðinni (ég ótrúlega þreytt og ný vöknuð). Fengum að prófa í safninu að gera eins og námumennirnir þurftu stundum að gera. Leggjast á fleka og ýta okkur áfram með því að spyrna fótunum upp í námurnar. Við erum með svo stuttar fætur að við náðum ekki upp í loft. Yrðum ekki góðir námumenn.

VERSLA!!!

Annars gengur lífið sinn vanagang hérna. Það er mid-term hjá strákunum næstu viku sem þýðir að ég verð með þá allan daginn. Planið er að fara oft oft í sund og svo einhverja leikgarða. Þeir elska að vera í vatni svo við förum mikið í sund þegar ég er að passa um helgar.
Þessi helgi verður tileiknuð ritgerðum. Er svona að leggja lokahönd á ritgerðina um ofbeldi í kvikmyndum. Ætla að klára hana í dag og byrja svo á ritgerð um klám á morgun ef allt gengur upp. Er reyndar að passa í kvöld. Pabbi Möttu er í heimsókn og þau eru að fara fancy út að borða svo við strákarnir ætlum bara að hafa það kósí í kvöld.


Jæja ætla að tussast í ritgerðina. Það er nammidagur í dag svo það gerðir ritgerðarskrifin aðeins skemmtilegri. Var líka að enda við að hlaupa 5 km svo ég get aldeilis leyft mér að borða nammið :)
Held ég sé búin að laga stillingarnar á commentunum núna.

-Sigrún


Wednesday, October 12, 2011

12. október

Well smá uppfærsla. Hef ekkert skrifað lengi, bæði vegna anna og líka vil ég fá einhver viðbrögð gott fólk.

Annars gengur lífið sinn vanagang hérna í Walsall. Daganir eru flestir eins. Vakna, koma strákunum út, ræktin, taka til, þvo þvott, reyna að læra eitthvað og sækja svo strákana. Kláraði boot camp námskeiðið síðasta laugardag. Langaði voða að halda áfram en er aðeins of dýrt fyrir mig. Fannst sem eiginlega leiðinlegra að þurfa að kveðja fallegasta mann sem ég hef séð síðan ég flutti hingað, sem sagt þjálfarann. Verst að hann er voða mikið á föstu með voða ófríðri breskri stelpu. Hún kom á æfingu um daginn og var ekkert nema nefið. Leiðó að við getum ekki bara verið kæró, það er að segja ég og Paul vinur minn. Haldið þið að það væri ekki gaman að fá jólakort .... Gugga og co, Jói og co, Þóra og co .... Helga, Siggi og Sigrún (já það á barnið ykkar að heita), Sigrún og Paul. Ég held allavega að ég gæti alveg vanist því.

Ennnnn... nóg um það. Núna er ég bara að hamast ein í ræktinni sem er líka voða gaman. Fer alltaf strax eftir að ég er búin að skutla strákunum og á það gjarnan til að gleyma mér, var til dæmis alveg 2 tíma í ræktinni í gær. En það var bara af því að ég fór í spinning tíma og svo strax á eftir í einhvern tíma sem heitir core og var ekki skemmtilegur og ég svitnað eiginlega ekki neitt. Er alltaf að prófa einhverja tíma. Er líka pínu að fresta því að fara "heim" því ég veit að skólabækurnar bíða mín þar. Verð svo að segja ykkur frá nýja uppáhalds hádegismatnum mínum. Var að reyna að segja Helgu og Elsu frá honum um daginn en þær nenntu ekkert að hlusta. Vonandi nennið þið að lesa.
 Haframjöl, 2-3 eggjahvítur og 1 skúpp af súkkulaðiprótein

Steikja á pönnu 
Borða með grænu pestó og salat. Ég veit þetta lítur út eins og æla á pönnuköku en þetta er ofsa gott. Lofa! Næstum því hápunktur dagsins hjá mér.

Annars er skemmtileg helgi framundan. Dagný vinkona er að koma annað kvöld. Ég er búin að panta tíma í deluxe manicure og relax nudd á eftir. Svo ætlum við að versla á laugardeginum og fara út að borða og í leikhús. Sunnudagurinn er dáldið óplanaður en ætlum jafnvel að kíkja í tívolí. Fer aðeins eftir því hvað Dagný verður verslunarsjúk. Næsta vika mun svo fara í lærdóm. Er byrjuð á ritgerð um ofbeldi í kvikmyndum og þarf að tengja það við kenningar ... bla! Náði að skrifa 4 bls í dag en hún þarf að vera 13-15 bls. Hver pant lesa yfir? Veit fólk mun alveg slást um það!

Bara 73 dagar til jóla, 10 helgar! Af þessum 10 helgum eru þrjár óplanaðar hjá mér. Hugsa að ég verði að nýta þær í að læra, nema einhver vilji kíkja í heimsókn? :) Á eftir að skrifa 3 ritgerðir og taka eitt próf og þá er ég búin, takk fyrir pent, með BA gráðuna mína. Er að andast úr skólaleti!!
Ef ykkur vantar að láta versla eitthvað fyrir jólin þá væri fínt að fá að vita það svona fljótlega. Ætla að fara að byrja hægt og rólega á jólagjöfunum. Getið verið alveg óhrædd að biðja mig um að snúast eitthvað fyrir ykkur.

Well ekki meira rugl í kvöld. Ætla að fara að lúlla svona hvað úr hverju. 

Adios
Sigrún


 
Svona ef þið eruð búin að gleyma hvernig ég lít út. Heyri orðið svo sjaldan í fólki. Skamm skamm!




Monday, October 3, 2011

Haust hvað?

Það er 3. október og í dag var 24° hiti og sól. Ég var berleggja í sumarkjól og sandölum í allan dag. Ekki leiðinlegt! Annars var þetta bara típískur mánudagur. Vaknaði kl 7 allt of þreytt eftir að hafa horft á Gray´s fram á nótt. Klæða, fæða og koma stákunum í skólann. Brjáluð boot camp æfing þar sem við vorum að gera æfingar með sandpoka og ketilbjöllur ásamt brjáluðum þrekæfingum. Var um að bil að láta lífið síðustu mínúturnar.
                                                            Fíni boot camp bolurinn minn!

Var svo að taka til og þannig stúss þangað til ég náði í stákana kl hálf 4. Ég fór með þá í sumarblíðunni niðrá róló þar sem var mikið stuð.
Ég og Siggi fórum svo út að hlaupa kl 6. Hlupum einn hring saman í garðinum sem er svona ca 1,8 km. Aðal fjörið er að fara í kapp og sá sem er síðastur er pusla!! Ég skilaði honum svo heim en það var eitthvað svo mikil orka í mér að ég ákvað að hlaupa aðeins meira. Ætlaði að hlaupa bara stuttan hring í garðinum en hljóp óvart 5 km. Svo ég hljóp alveg 6,8 km allt í allt. Er alltaf að bæta tímann minn og hljóp núna 5 km á 28 mín. Jibbí fyrir mér!! Borðaði svo dýrindis túnfisksalat í kvöldmatinn.
Fékk nefnilega pínu sjokk áðan þegar ég fattaði hvað það er stutt til jóla og ég enn pínu bolla. Ætla mér ekki að koma feitari heim en ég fór. Eins og þið flest vitið (enda tala ég ekki um neitt annað) bætti ég á mig hvorki meira né minni en 4 kílóum í sumar. Nú eru 2 kíló farin - 2 eftir.

Ég var þessi gella í sumar 
Verð svona um jólin

Líklegt?

Fór og keypti mér líkamsræktarkort í dag. Þýðir víst lítið að sitja og horfa bara á myndina, fæ ekki magavöðva af því. Allavega... keypti mér 4 mánaða kort en fæ 5 mánuði (eitthvað tilboð). Inn í því fylgir 3 tímar með einkaþjálfara þar sem hann mælir mig og setur upp æfingaplan fyrir mig, taska og fullt af tilboðum. Fæ t.d.afslátt af íþróttafötum og fleira. Borgaði 186 pund fyrir þetta sem er einhver 34 þús. Ennnn ef ég mæti í 10 skipti á næstu 10 vikum  þá fæ ég 38 pund til baka. Fer nú létt með það svo maður er alltaf að græða! Þetta er agalega fín rækt og fólkið sem vinnur þarna er afar armennilegt. Fór í morgun að borga kortið og þá var bara verið að gefa morgunmat eins og ekkert væri sjálfsagðra.

Jæja ekki meira í kvöld.
Sigrún

Gleði dagsins: Að finna 30 pund í veskinu mínu sem ég vissi ekki að ég ætti!!

Sunday, October 2, 2011

Blogg frá útlöndum

Jæja ákvað að stofna blogg svo þið getið fylgst með mér frá stórborginni Walsall :) Ætla að skrifa um hvað drífur á daga mína hér og reyna að henda inn myndum svona af og til.

Annars eru bara 83 dagar til jóla. Siggi, eldri stákurinn, á afmæli 20. des og ég bjó til lítið dagatal fyrir hann þar sem við teljum niður dagana fram að afmælinu. Er líka lúmskt fyrir mig :) Líður agalega vel hérna, en mikið verður gott að komast heim í smá jólafrí.

Jæja þetta er bara smá start blogg. Reyni að skella inn einu góðu á morgun. Þarf að fara að sofa núna, brjálað boot camp í fyrró. Gleði gleði!