Monday, October 3, 2011

Haust hvað?

Það er 3. október og í dag var 24° hiti og sól. Ég var berleggja í sumarkjól og sandölum í allan dag. Ekki leiðinlegt! Annars var þetta bara típískur mánudagur. Vaknaði kl 7 allt of þreytt eftir að hafa horft á Gray´s fram á nótt. Klæða, fæða og koma stákunum í skólann. Brjáluð boot camp æfing þar sem við vorum að gera æfingar með sandpoka og ketilbjöllur ásamt brjáluðum þrekæfingum. Var um að bil að láta lífið síðustu mínúturnar.
                                                            Fíni boot camp bolurinn minn!

Var svo að taka til og þannig stúss þangað til ég náði í stákana kl hálf 4. Ég fór með þá í sumarblíðunni niðrá róló þar sem var mikið stuð.
Ég og Siggi fórum svo út að hlaupa kl 6. Hlupum einn hring saman í garðinum sem er svona ca 1,8 km. Aðal fjörið er að fara í kapp og sá sem er síðastur er pusla!! Ég skilaði honum svo heim en það var eitthvað svo mikil orka í mér að ég ákvað að hlaupa aðeins meira. Ætlaði að hlaupa bara stuttan hring í garðinum en hljóp óvart 5 km. Svo ég hljóp alveg 6,8 km allt í allt. Er alltaf að bæta tímann minn og hljóp núna 5 km á 28 mín. Jibbí fyrir mér!! Borðaði svo dýrindis túnfisksalat í kvöldmatinn.
Fékk nefnilega pínu sjokk áðan þegar ég fattaði hvað það er stutt til jóla og ég enn pínu bolla. Ætla mér ekki að koma feitari heim en ég fór. Eins og þið flest vitið (enda tala ég ekki um neitt annað) bætti ég á mig hvorki meira né minni en 4 kílóum í sumar. Nú eru 2 kíló farin - 2 eftir.

Ég var þessi gella í sumar 
Verð svona um jólin

Líklegt?

Fór og keypti mér líkamsræktarkort í dag. Þýðir víst lítið að sitja og horfa bara á myndina, fæ ekki magavöðva af því. Allavega... keypti mér 4 mánaða kort en fæ 5 mánuði (eitthvað tilboð). Inn í því fylgir 3 tímar með einkaþjálfara þar sem hann mælir mig og setur upp æfingaplan fyrir mig, taska og fullt af tilboðum. Fæ t.d.afslátt af íþróttafötum og fleira. Borgaði 186 pund fyrir þetta sem er einhver 34 þús. Ennnn ef ég mæti í 10 skipti á næstu 10 vikum  þá fæ ég 38 pund til baka. Fer nú létt með það svo maður er alltaf að græða! Þetta er agalega fín rækt og fólkið sem vinnur þarna er afar armennilegt. Fór í morgun að borga kortið og þá var bara verið að gefa morgunmat eins og ekkert væri sjálfsagðra.

Jæja ekki meira í kvöld.
Sigrún

Gleði dagsins: Að finna 30 pund í veskinu mínu sem ég vissi ekki að ég ætti!!

No comments: