Sælir nú!
Styttist í annan endann á október sem þýðir að bráðum hef ég verið hérna í 5 mánuði. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, finnst svo stutt síðan Linda skutlaði mér út á flugvöll og ég var með kúkinn í brókinni af stressi að koma hingað. Nú er bara rétt mánuður þangað til ég kem heim í jólafrí. Það er sem sagt staðfest, skjalfest, þinglýst og gegnumlýst að ég kem heim um miðnætti 22. des.Væri gaman að geta hitt ykkur systkini sem eru í RVK á þorláksmessu ef fólk er almennt ekki að vinna? Er komin með far hjá Elsu Rós norður en hún er að vinna til 16:30 svo ég ætti að geta hitt fólk eitthvað áður en ég bruna heim. Er orðin alveg ótrúlega spennt að koma.
Matta og Auðun tilkynntu mér svo um daginn að ég fer til Íslands með þeim í mars/apríl (3-4 vikur). Strákarnir fara alltaf í mánaðarpáskafrí frá skólanum og Matta ætlar bara að leigja íbúð í Rvk og vera þar í þennan mánuð. Ég verð sem sagt að passa á Íslandi en fæ samt frí til að fara norður um páskahelgina og svona. Eins og Auðun sagði, þú getur alveg farið og djammað og svona um helgar og á kvöldin, svo ég verð ekkert stanslaust að passa. Mjög fínt að kom þarna, get þá tekið slatta af dóti með mér Íslands. Annars er hægt að kaupa auka töskur hjá iceland express sem kostar einhverjar 3000 kr svo líklega þarf ég ekki að leigja mér gám þegar ég kem heim :)
Síðustu helgi var Dagný vinkona hjá mér. Var frá fimmtudegi til mánudags og við náðum að gera mjög mikið á þessum fjórum dögum. Fóru alveg tveir dagar í að versla :). Ég fékk eina viku borgað fyrirfram og tók smá verslunarflipp með henni. Keypti aðalega íþróttaföt þar sem ég á nánast heima í ræktinni þessa dagana. En við fórum líka á leagally blond söngleik, í bíó, kanó ferð um námur og breska Árbæjarsafnið sem heitir Black living museum. Var mjög skemmtilegt. Fórum m.a. í kennslustund frá árinu 1920 þar sem kennarinn var með prik og aðeins bankaði í fólk ef það var ekki að haga sér vel. Lærðum að skrifa eftir krókum eins og var gert á þessum tíma, skrifuðum á krítarblokk og þuldum upp margföldunartöfluna fyrir bekkinn.Fórum líka í bíó frá þessum tíma þar sem var ekkert talað í myndinni heildur bara feitir kallar í eltingaleik og láta eins og hálfitar. Það voru líka gamlir bílar og rútur sem rúntuðu um svæðið og maður gat fengið að sitja í. Þetta var rosalega skemmtilegt safn.
Þessa helgi tók ég kúr sem heitir "hvað geturu borðað mikla óhollustu yfir eina helgi". Gekk alveg rosalega vel og held ég að fáir geti gert betur en ég. Missti alveg 2 cm af maganum við þennan kúr. Mæli með að þið prófið.
Við Dagný í kanó ferðinni (ég ótrúlega þreytt og ný vöknuð). Fengum að prófa í safninu að gera eins og námumennirnir þurftu stundum að gera. Leggjast á fleka og ýta okkur áfram með því að spyrna fótunum upp í námurnar. Við erum með svo stuttar fætur að við náðum ekki upp í loft. Yrðum ekki góðir námumenn.
Annars gengur lífið sinn vanagang hérna. Það er mid-term hjá strákunum næstu viku sem þýðir að ég verð með þá allan daginn. Planið er að fara oft oft í sund og svo einhverja leikgarða. Þeir elska að vera í vatni svo við förum mikið í sund þegar ég er að passa um helgar.
Þessi helgi verður tileiknuð ritgerðum. Er svona að leggja lokahönd á ritgerðina um ofbeldi í kvikmyndum. Ætla að klára hana í dag og byrja svo á ritgerð um klám á morgun ef allt gengur upp. Er reyndar að passa í kvöld. Pabbi Möttu er í heimsókn og þau eru að fara fancy út að borða svo við strákarnir ætlum bara að hafa það kósí í kvöld.
Jæja ætla að tussast í ritgerðina. Það er nammidagur í dag svo það gerðir ritgerðarskrifin aðeins skemmtilegri. Var líka að enda við að hlaupa 5 km svo ég get aldeilis leyft mér að borða nammið :)
Held ég sé búin að laga stillingarnar á commentunum núna.
-Sigrún
Styttist í annan endann á október sem þýðir að bráðum hef ég verið hérna í 5 mánuði. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, finnst svo stutt síðan Linda skutlaði mér út á flugvöll og ég var með kúkinn í brókinni af stressi að koma hingað. Nú er bara rétt mánuður þangað til ég kem heim í jólafrí. Það er sem sagt staðfest, skjalfest, þinglýst og gegnumlýst að ég kem heim um miðnætti 22. des.Væri gaman að geta hitt ykkur systkini sem eru í RVK á þorláksmessu ef fólk er almennt ekki að vinna? Er komin með far hjá Elsu Rós norður en hún er að vinna til 16:30 svo ég ætti að geta hitt fólk eitthvað áður en ég bruna heim. Er orðin alveg ótrúlega spennt að koma.
Matta og Auðun tilkynntu mér svo um daginn að ég fer til Íslands með þeim í mars/apríl (3-4 vikur). Strákarnir fara alltaf í mánaðarpáskafrí frá skólanum og Matta ætlar bara að leigja íbúð í Rvk og vera þar í þennan mánuð. Ég verð sem sagt að passa á Íslandi en fæ samt frí til að fara norður um páskahelgina og svona. Eins og Auðun sagði, þú getur alveg farið og djammað og svona um helgar og á kvöldin, svo ég verð ekkert stanslaust að passa. Mjög fínt að kom þarna, get þá tekið slatta af dóti með mér Íslands. Annars er hægt að kaupa auka töskur hjá iceland express sem kostar einhverjar 3000 kr svo líklega þarf ég ekki að leigja mér gám þegar ég kem heim :)
Síðustu helgi var Dagný vinkona hjá mér. Var frá fimmtudegi til mánudags og við náðum að gera mjög mikið á þessum fjórum dögum. Fóru alveg tveir dagar í að versla :). Ég fékk eina viku borgað fyrirfram og tók smá verslunarflipp með henni. Keypti aðalega íþróttaföt þar sem ég á nánast heima í ræktinni þessa dagana. En við fórum líka á leagally blond söngleik, í bíó, kanó ferð um námur og breska Árbæjarsafnið sem heitir Black living museum. Var mjög skemmtilegt. Fórum m.a. í kennslustund frá árinu 1920 þar sem kennarinn var með prik og aðeins bankaði í fólk ef það var ekki að haga sér vel. Lærðum að skrifa eftir krókum eins og var gert á þessum tíma, skrifuðum á krítarblokk og þuldum upp margföldunartöfluna fyrir bekkinn.Fórum líka í bíó frá þessum tíma þar sem var ekkert talað í myndinni heildur bara feitir kallar í eltingaleik og láta eins og hálfitar. Það voru líka gamlir bílar og rútur sem rúntuðu um svæðið og maður gat fengið að sitja í. Þetta var rosalega skemmtilegt safn.
Þessa helgi tók ég kúr sem heitir "hvað geturu borðað mikla óhollustu yfir eina helgi". Gekk alveg rosalega vel og held ég að fáir geti gert betur en ég. Missti alveg 2 cm af maganum við þennan kúr. Mæli með að þið prófið.
Við Dagný í kanó ferðinni (ég ótrúlega þreytt og ný vöknuð). Fengum að prófa í safninu að gera eins og námumennirnir þurftu stundum að gera. Leggjast á fleka og ýta okkur áfram með því að spyrna fótunum upp í námurnar. Við erum með svo stuttar fætur að við náðum ekki upp í loft. Yrðum ekki góðir námumenn.
VERSLA!!!
Annars gengur lífið sinn vanagang hérna. Það er mid-term hjá strákunum næstu viku sem þýðir að ég verð með þá allan daginn. Planið er að fara oft oft í sund og svo einhverja leikgarða. Þeir elska að vera í vatni svo við förum mikið í sund þegar ég er að passa um helgar.
Þessi helgi verður tileiknuð ritgerðum. Er svona að leggja lokahönd á ritgerðina um ofbeldi í kvikmyndum. Ætla að klára hana í dag og byrja svo á ritgerð um klám á morgun ef allt gengur upp. Er reyndar að passa í kvöld. Pabbi Möttu er í heimsókn og þau eru að fara fancy út að borða svo við strákarnir ætlum bara að hafa það kósí í kvöld.
Jæja ætla að tussast í ritgerðina. Það er nammidagur í dag svo það gerðir ritgerðarskrifin aðeins skemmtilegri. Var líka að enda við að hlaupa 5 km svo ég get aldeilis leyft mér að borða nammið :)
Held ég sé búin að laga stillingarnar á commentunum núna.
-Sigrún
5 comments:
Hæhæ:) ætlaði bara að kvitta fyrir komuna;) alltaf gaman að sjá hvað þú ert búin að vera að gera. Hlakka til að sjá þig um jólin:)
Hæhæ:) ætlaði bara að kvitta fyrir komuna;) Alltaf gaman að lesa það sem þú ert búin að vera að gera. Hlakka til að hitta þig um jólin:)
Vúhú, styttist í að þú komir :) Og algjör snilld að þú komir líka heim í páskafríinu!! Þurfum að taka skype date fljótlega mín kæra!!
kv. Helga Rós
Víí en gaman að lesa blogg frá þér! ég vissi ekki að þú værir byrjuð að blogga.. en líst vel á þetta ;) Hlakka til að hitta þig um jólin, ég skal ná smá stund með þér áður en þú ferð norður ;)
kv. Lilja
Hæhæ:) ætlaði bara að kvitta fyrir komuna;) alltaf gaman að lesa hvað þú er búin að vera að gera .. hlakka svoooo til að hitta þig um jólin :-D
Post a Comment