Wednesday, October 12, 2011

12. október

Well smá uppfærsla. Hef ekkert skrifað lengi, bæði vegna anna og líka vil ég fá einhver viðbrögð gott fólk.

Annars gengur lífið sinn vanagang hérna í Walsall. Daganir eru flestir eins. Vakna, koma strákunum út, ræktin, taka til, þvo þvott, reyna að læra eitthvað og sækja svo strákana. Kláraði boot camp námskeiðið síðasta laugardag. Langaði voða að halda áfram en er aðeins of dýrt fyrir mig. Fannst sem eiginlega leiðinlegra að þurfa að kveðja fallegasta mann sem ég hef séð síðan ég flutti hingað, sem sagt þjálfarann. Verst að hann er voða mikið á föstu með voða ófríðri breskri stelpu. Hún kom á æfingu um daginn og var ekkert nema nefið. Leiðó að við getum ekki bara verið kæró, það er að segja ég og Paul vinur minn. Haldið þið að það væri ekki gaman að fá jólakort .... Gugga og co, Jói og co, Þóra og co .... Helga, Siggi og Sigrún (já það á barnið ykkar að heita), Sigrún og Paul. Ég held allavega að ég gæti alveg vanist því.

Ennnnn... nóg um það. Núna er ég bara að hamast ein í ræktinni sem er líka voða gaman. Fer alltaf strax eftir að ég er búin að skutla strákunum og á það gjarnan til að gleyma mér, var til dæmis alveg 2 tíma í ræktinni í gær. En það var bara af því að ég fór í spinning tíma og svo strax á eftir í einhvern tíma sem heitir core og var ekki skemmtilegur og ég svitnað eiginlega ekki neitt. Er alltaf að prófa einhverja tíma. Er líka pínu að fresta því að fara "heim" því ég veit að skólabækurnar bíða mín þar. Verð svo að segja ykkur frá nýja uppáhalds hádegismatnum mínum. Var að reyna að segja Helgu og Elsu frá honum um daginn en þær nenntu ekkert að hlusta. Vonandi nennið þið að lesa.
 Haframjöl, 2-3 eggjahvítur og 1 skúpp af súkkulaðiprótein

Steikja á pönnu 
Borða með grænu pestó og salat. Ég veit þetta lítur út eins og æla á pönnuköku en þetta er ofsa gott. Lofa! Næstum því hápunktur dagsins hjá mér.

Annars er skemmtileg helgi framundan. Dagný vinkona er að koma annað kvöld. Ég er búin að panta tíma í deluxe manicure og relax nudd á eftir. Svo ætlum við að versla á laugardeginum og fara út að borða og í leikhús. Sunnudagurinn er dáldið óplanaður en ætlum jafnvel að kíkja í tívolí. Fer aðeins eftir því hvað Dagný verður verslunarsjúk. Næsta vika mun svo fara í lærdóm. Er byrjuð á ritgerð um ofbeldi í kvikmyndum og þarf að tengja það við kenningar ... bla! Náði að skrifa 4 bls í dag en hún þarf að vera 13-15 bls. Hver pant lesa yfir? Veit fólk mun alveg slást um það!

Bara 73 dagar til jóla, 10 helgar! Af þessum 10 helgum eru þrjár óplanaðar hjá mér. Hugsa að ég verði að nýta þær í að læra, nema einhver vilji kíkja í heimsókn? :) Á eftir að skrifa 3 ritgerðir og taka eitt próf og þá er ég búin, takk fyrir pent, með BA gráðuna mína. Er að andast úr skólaleti!!
Ef ykkur vantar að láta versla eitthvað fyrir jólin þá væri fínt að fá að vita það svona fljótlega. Ætla að fara að byrja hægt og rólega á jólagjöfunum. Getið verið alveg óhrædd að biðja mig um að snúast eitthvað fyrir ykkur.

Well ekki meira rugl í kvöld. Ætla að fara að lúlla svona hvað úr hverju. 

Adios
Sigrún


 
Svona ef þið eruð búin að gleyma hvernig ég lít út. Heyri orðið svo sjaldan í fólki. Skamm skamm!




1 comment:

Sigrún Alda said...
This comment has been removed by the author.